Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2024 09:01 Stuðningsmenn Maccabi söfnuðust saman í miðbæ Amsterdam, kveiktu á blysum og voru til almennra óláta. Mouneb Taim/Getty Images Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. Ásamt því að blóta Aröbum, vera til óláta í miðbæ borgarinnar þá baulaði hópurinn þegar einnar mínútu þögn var fyrir leik liðsins gegn Ajax vegna flóðanna á Spáni og þá þurfti ríkisstjórn Ísrael að koma þeim til bjargar þó Mossad, leyniþjónusta Ísrael, væri með í för. Mikið hefur verið rætt um veru stuðningsmanna Maccabi Tel Aviv í Amsterdam. Á samfélagsmiðlum má sjá fjölda myndbanda af því sem gekk á fyrir og eftir leikinn. Þar má sjá nokkra úr hópi stuðningsmannanna rífa niður fána Palestínu sem hékk í glugga á íbúðarhúsnæði. Daily Mail greindi frá því að hópurinn hafi ráðist á leigubílstjóra í borginni. After a crushing defeat against Ajax, Maccabi Tel Aviv’s fans sparked a post-match riot in Amsterdam, chanting anti-Arab slurs and clashing with locals. UEFA is now under pressure to take action against the club and its extremist fans pic.twitter.com/be10OrVBjn— TRT World (@trtworld) November 8, 2024 Það vakti mikla athygli þegar ísraelski miðillinn Jerúsalem Post birti frétt þess efnis á dögunum að Mossad myndi fylgja stuðningsmönnunum til Amsterdam. Það virðist ekki hafa gefið góða raun þar sem stjórnvöld í Ísrael þurftu að senda tvær flugvélar til Amsterdam svo hópurinn kæmist örugglega heim í tæka tíð. Írski miðillinn RTÉ News greinir svo frá því að sönnungargögnin bendi til þess að stuðningsmenn Maccabi hafi ögrað íbúum Amsterdam. Israel is sending commercial planes to the Netherlands to bring home Israeli soccer fans after overnight attacks in Amsterdam that officials described as anti-semitic, although there was evidence of provocative chanting from Israeli fans https://t.co/TFWXvh8hFw— RTÉ News (@rtenews) November 8, 2024 Stuðningsmönnunum var síðan fagnað eins og hetjum þegar þeir lentu ásamt leyniþjónustumönnum Mossad heima í Ísrael. ‘Traumatised’ Maccabi Tel Aviv fans arriving at Ben Gurion airport from Amsterdam singing: Ole ole, ole ole oleLet the IDF win & fuck the ArabsOle ole, ole ole oleWhy is school out in Gaza? There are no children left there!” pic.twitter.com/wPGeKhCekF— Double Down News (@DoubleDownNews) November 8, 2024 Hakim Ziyech, landsliðsmaður Marokkó og núverandi leikmaður Galatasaray í Tyrklandi, hefur tjáð sig um málið á Instagram-síðu sinni. Ziyech spilaði á sínum tíma með Ajax og fagnaði hann því að fólkið í hans fyrrum heimaborg hafi staðið í hárinu á boltabullunum frá Tel Aviv. Endaði hann færslu sína á „og enn Frjáls Palestína.“ Framherjinn Eran Zahavi, leikmaður Maccabi, kom inn af bekknum í leiknum í liðinni viku og deildi hann færslu Ziyech með orðunum „Heimski stuðningsmaður ógnar,“ ásamt því að óska að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, myndi refsa Ziyech. Í myndbandi af þessu atviki má heyra stuðningsmennina blóta Aröbum og óska þeim dauða.Mouneb Taim/Getty Images Hvað leikinn í Amsterdam varðar þá tapaði Maccabi 5-0 og er liðið enn án stiga eftir fjóra leiki í Evrópudeildinni. Markatala liðsins er 2-11 eða níu mörk í mínus. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Ásamt því að blóta Aröbum, vera til óláta í miðbæ borgarinnar þá baulaði hópurinn þegar einnar mínútu þögn var fyrir leik liðsins gegn Ajax vegna flóðanna á Spáni og þá þurfti ríkisstjórn Ísrael að koma þeim til bjargar þó Mossad, leyniþjónusta Ísrael, væri með í för. Mikið hefur verið rætt um veru stuðningsmanna Maccabi Tel Aviv í Amsterdam. Á samfélagsmiðlum má sjá fjölda myndbanda af því sem gekk á fyrir og eftir leikinn. Þar má sjá nokkra úr hópi stuðningsmannanna rífa niður fána Palestínu sem hékk í glugga á íbúðarhúsnæði. Daily Mail greindi frá því að hópurinn hafi ráðist á leigubílstjóra í borginni. After a crushing defeat against Ajax, Maccabi Tel Aviv’s fans sparked a post-match riot in Amsterdam, chanting anti-Arab slurs and clashing with locals. UEFA is now under pressure to take action against the club and its extremist fans pic.twitter.com/be10OrVBjn— TRT World (@trtworld) November 8, 2024 Það vakti mikla athygli þegar ísraelski miðillinn Jerúsalem Post birti frétt þess efnis á dögunum að Mossad myndi fylgja stuðningsmönnunum til Amsterdam. Það virðist ekki hafa gefið góða raun þar sem stjórnvöld í Ísrael þurftu að senda tvær flugvélar til Amsterdam svo hópurinn kæmist örugglega heim í tæka tíð. Írski miðillinn RTÉ News greinir svo frá því að sönnungargögnin bendi til þess að stuðningsmenn Maccabi hafi ögrað íbúum Amsterdam. Israel is sending commercial planes to the Netherlands to bring home Israeli soccer fans after overnight attacks in Amsterdam that officials described as anti-semitic, although there was evidence of provocative chanting from Israeli fans https://t.co/TFWXvh8hFw— RTÉ News (@rtenews) November 8, 2024 Stuðningsmönnunum var síðan fagnað eins og hetjum þegar þeir lentu ásamt leyniþjónustumönnum Mossad heima í Ísrael. ‘Traumatised’ Maccabi Tel Aviv fans arriving at Ben Gurion airport from Amsterdam singing: Ole ole, ole ole oleLet the IDF win & fuck the ArabsOle ole, ole ole oleWhy is school out in Gaza? There are no children left there!” pic.twitter.com/wPGeKhCekF— Double Down News (@DoubleDownNews) November 8, 2024 Hakim Ziyech, landsliðsmaður Marokkó og núverandi leikmaður Galatasaray í Tyrklandi, hefur tjáð sig um málið á Instagram-síðu sinni. Ziyech spilaði á sínum tíma með Ajax og fagnaði hann því að fólkið í hans fyrrum heimaborg hafi staðið í hárinu á boltabullunum frá Tel Aviv. Endaði hann færslu sína á „og enn Frjáls Palestína.“ Framherjinn Eran Zahavi, leikmaður Maccabi, kom inn af bekknum í leiknum í liðinni viku og deildi hann færslu Ziyech með orðunum „Heimski stuðningsmaður ógnar,“ ásamt því að óska að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, myndi refsa Ziyech. Í myndbandi af þessu atviki má heyra stuðningsmennina blóta Aröbum og óska þeim dauða.Mouneb Taim/Getty Images Hvað leikinn í Amsterdam varðar þá tapaði Maccabi 5-0 og er liðið enn án stiga eftir fjóra leiki í Evrópudeildinni. Markatala liðsins er 2-11 eða níu mörk í mínus.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira