Sport

Tiger Woods og Lindsey Vonn staðfesta samband sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tiger Woods og Lindsey Vonn.
Tiger Woods og Lindsey Vonn. Mynd/Fésbókarsíða Tiger
Kylfingurinn Tiger Woods og skíðakonan Lindsey Vonn hafa nú staðfest samband sitt en þau birtu myndir af sér saman í dag inn á fésbókarsíðu Tiger Woods. Bæði eru þau í hópu besti íþróttamanna í sinni grein frá upphafi og vekur samband þeirra því heimsathygli.

Sterkur orðrómur var búinn að vera um hugsanlegt ástarsamband þeirra eftir að Tiger sendi einkaþotu sína til að sækja Lindsey Vonn þegar hún meiddist illa á HM á síðum á dögunum.

„Tímabilið hefur verið frábært hingað til og ég er mjög ánægður með sigra mína á Torrey og Doral. Það hefur líka svolítið ánægjulegt gerst í mínu lífi utan golfsins með því að ég hitti Lindsey Vonn. Ég og Lindsey höfum verið vinir í nokkurn tíma en höfum orðin mjög náin undanfarna mánuði og erum nú í sambandi. Við þökkum ykkur fyrir allar kveðjurnar en biðjum ykkur jafnframt að virða okkar einkalíf. Við viljum halda sambandi okkar áfram eins og venjulegt fólk en við ætlum að halda áfram að keppa sem íþróttamenn," skrifaði Tiger Woods inn á fésbókarsíðu sína.

Tiger Woods er 37 ára gamall og meðal sigursælustu kylfinga allra tíma. Hann hefur átt í vandræðum innan og utan vallar síðustu ár en miðað við spilamennsku hans að undanförnu hefur samband hans við Vonn haft góð áhrif.

Lindsey Vonn er 28 ára gömul og margfaldur heimsbikarmeistari á skíðum og vann einnig gull í bruni á Ólympíuleikunum í Vancouver 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×