Viðskipti erlent

Google fékk nýyrðið ogooglebar afturkallað í Svíþjóð

Málnefndin lýsti yfir óánægju sinni með að Google sé að reyna að stjórna tungumálinu.
Málnefndin lýsti yfir óánægju sinni með að Google sé að reyna að stjórna tungumálinu.
Forráðamenn Google leitarvélarinnar hafa fengið kröfu sinni framgengt í Svíþjóð um að nýyrði sem málfarsnefnd Svía samþykkti nýlega verður afturkallað.

Nýyrði þetta er "ogooglebar" en á sænsku nær það yfir orð sem ekki er hægt að finna með neinni leitarvél á netinu. Forráðmenn Google töldu hinsvegar að þetta nýyrði næði aðeins yfir leit með Google og væri til skaða fyrir vörumerki sitt.

Frekar en að fara í hart ákvað málnefndin að gefa eftir, en lýsti jafnframt yfir óánægju sinni með að Google sé að reyna að stjórna tungumálinu. Meðal annarra orða sem sænska málnefndin var með á lista yfir nýyrði að þessu sinni voru "emoji" (broskallar og fleiri tákn sem eru notuð til að sýna tilfinningar í textaskilaboðum), "grexit" (möguleg útganga Grikklands af Evrusvæðinu) og "kopimism" (trúarleg og pólitísk hugmyndafræði sem byggir á upplýsingafrelsi). Orðið "googla" var tekið inn í sænskt mál árið 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×