Handbolti

Guðný Jenný valin best

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Stefán
Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, var í dag valin besti leikmaður N1-deildar kvenna fyrir frammistöðu sína á seinni hluta tímabilsins.

Úrvalslið 11.-20. umferða var tilkynnt í dag en á morgun hefst svo úrslitakeppnin með fjórum fyrstu leikjunum í fjórðungsúrslitum.

Deildarmeistarar Vals áttu einnig besta þjálfarann þar sem að Stefán Arnarson varð fyrir því vali.

Þrír aðrir leikmenn Vals eru í úrvalsliðinu en það eru Dagný Skúladóttir, Karólína B. Lárudóttir og Þorgerður Anna Atladóttir. Aðrir leikmenn eru Elísabet Gunnarsdóttir og Stella Sigurðardóttir úr Fram og HK-ingurinn Brynja Magnúsdóttir.

Fjórðungsúrslit úrslitakeppni N1-deildar kvenna:

ÍBV - FH

Valur - Haukar

Fram - Grótta

Stjarnan - HK




Fleiri fréttir

Sjá meira


×