Viðskipti erlent

Vilja þjóðaratkvæði um gullforðann í Sviss

Hinn hægri sinnaði flokkur Þjóðarflokkurinn í Sviss vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um gullforða landsins.

Tillagan gengur út á að seðlabanka Sviss verði bannað að selja gull úr forðanum og jafnframt að bankanum verði gert skylt að hafa 20% af eignum sínum í gulli.

Í frétt um málið í Financial Times segir að stjórn seðlabankans hafi miklar áhyggjur af því að stjórnmálamenn séu með puttana í peningamálum seðlabankans á þennan hátt.

Engin dagsetning er komin á þessa þjóðaratkvæðagreiðslu og í fréttinni segir að raunar geti liðið einhver ár þar til, eða ef, hún kemst á koppinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×