Handbolti

Hlýddu kalli Hrafnhildar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Vilhelm
Eftir að Valur tapaði öðrum leik sínum gegn Stjörnunni í undanúrslitum kvenna í handbolta hraunaði Hrafnhildur Skúladóttir, leikmaður Vals, yfir stuðningsmenn liðsins. Mætingin á fyrstu tvo leikina var ansi dræm.

„Mér finnst þetta til skammar. Ég er brjáluð og á ekki til orð.“ sagði Hrafnhildur við RÚV.

Stuðningsmenn Vals hafa hlustað því mætingin á þriðja leikinn sem var í Vodafone-Höllinni í kvöld var góð. Það dugði Valsliðinu þó ekki og Stjarnan hefur tekið forystu 2-1 í einvíginu.

„Nú getum við ekki kvartað yfir stuðningi, vonandi kemur þetta fólk aftur á laugardaginn (þegar fjórði leikurinn fer fram). Það eina sem við getum gert er að svara á vellinum og spila góðan leik á laugardag," sagði Atli Hilmarsson, aðstoðarþjálfari Vals.

Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, tók í svipaðan streng:

„Það er greinilega búið að hlýða kallinu hjá Hröbbu og það er mjög ánægjulegt fyrir handboltann. Ekki veitti af. Ég treysti því að við fáum enn fleiri Garðbæinga á laugardaginn. Auðvitað var Stjarnan að spila í körfunni í Grindavík í kvöld. Ég vona að við fáum troðfulla Mýri á laugardaginn og planið er að klára þetta þar."

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn í kvöld.


Tengdar fréttir

Stuðningsmenn Vals til skammar

"Í alvöru talað. Það eru 30 manns uppi í stúku hjá okkur. Tuttugu þeirra eru fjölskyldumeðlimir,“ sagði ósátt Hrafnhildur Skúladóttir eftir tap Valskvenna gegn Stjörnunni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×