Viðskipti erlent

Bílasala hrapar á Evrópumarkaði

Bílasala í Evrópu hefur hrapað frá áramótum og stefnir í að verða sú minnsta í álfunni undanfarin 20 ár.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að nýskráningar bíla í mars í Evrópu minnkuðu um 10% miðað við fyrri mánuð og var mars 18 mánuðurinn í röð þar sem dregur úr bílasölunni. Á fyrsta ársfjórðungi ársins minnkaði bílasalan um 9,7% miðað við sama tímabil í fyrra en rúmlega 3 milljónir bíla voru nýskráðar á fjórðungnum.

Max Warburton sérfræðingur hjá Sanford C. Bernstein segir í samtali við Bloomberg að í Þýskalandi sé um hreint hrun að ræða í bílasölunni. Þar minnkuðu nýskráningar bíla um 17% í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×