Viðskipti erlent

Hamingja eykst eftir því sem fólk er ríkara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þessi kona er rík og hamingjusöm og getur verslað hvenær sem hún vill.
Þessi kona er rík og hamingjusöm og getur verslað hvenær sem hún vill. Mynd/ Getty.
Peningar skapa hamingju, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem byggir á gögnum frá Capacent og Financial Times greinir frá.

Þessar niðurstöður stangast auðvitað þvert á það sem hagfræðingurinn Richard Easterlin, og fleiri hafa haldið fram, að fólk verði ekki endilega hamingjusamara eftir því sem tekjur eru hærri. Síðan Easterlin birti niðurstöður sínar árið 1974 hafa hagfræðingar skipst á skoðunum: Vinsælasta sjónarmiðið hefur ef til vill verið það að peningar skipta máli, en aðeins upp að ákveðnu marki.

Hagfræðingarnir Betsey Stevenson og Justin Wolfers, sem báðir starfa við Háskólann í Michigan, komust að því með því að nota gögn úr rannsókn Capacent Gallup sem gerð var um allan heim að það er fylgni milli tekna. Þeir báðu svarendur um að ímynda sér ánægjuþrep í stiga sem lýsir því hversu hamingjusamir þeir eru. Niðurstaðan sýndi að þeir sem eru ríkari eru jafnan hamingjusamari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×