Golf

Bannað að styðja pútter við líkamann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Adam Scott.
Adam Scott. Nordic Photos / Getty Images

Alþjóðagolfsambandið hefur staðfest að frá og með 1. janúar 2016 verði bannað að nota ákveðna tegund af löngum pútterum.

Um er að ræða þá púttera sem eru studdir af líkamanum, annað hvort á bringu eða maga. Ástralinn Adam Scott, sem vann Masters-mótið í vetur, notast við slíkan pútter en alls hafa fjórir sigurvegarar af síðustu sex risamótunum í golfi gert slíkt hið sama.

Samkvæmt sambandinu er vilji til þess að halda golfsveiflunni frjálsri, án þess að kylfunni sé stjórnað með öðrum hlutum líkamans en höndunum.

Hin aðferðin nefnist á ensku „anchoring“ og er ekki talin samræmast hinni hefðbundnu golfsveiflu.

Forráðamenn PGA-mótaraðarinnar í Bandaríkjunum eru ekki sáttir við niðurstöðuna og íhuga nú næstu skref. Evrópumótaröðin mun taka upp regluna árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×