Golf

Gísli sigraði á sterku móti í Skotlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gísli Sveinbergsson (fyrir miðju) varð Íslandsmeistari unglinga 15-16 ára síðastliðið sumar.
Gísli Sveinbergsson (fyrir miðju) varð Íslandsmeistari unglinga 15-16 ára síðastliðið sumar. Mynd/GSÍmyndir.net

Gísli Sveinbergsson úr Keili vann í dag sigur í flokki 15-18 ára á US Kids European Championship-mótinu í Skotlandi.

Leikið var á Luffness-golfvellinum norðaustur af Edinborg og varð Gísli tveimur höggum á undan næstu mönnum. Gísli lék hringina þrjá samanlagt á 221 höggi eða fimm höggum yfir pari.

„Ég sló ekki eitt högg í mótinu með dræver. Ef þú misstir boltann út fyrir brautina þá varstu búinn að tapa höggi því það var svo hár kargi. Ég sló því aðallega með járni af teig. Brautirnar eru mjög harðar þannig að boltinn rúllaði mikið,“ segir Gísli í samtali við Kylfing.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×