Viðskipti erlent

Sonur Kamprad tekur við stjórn IKEA veldisins

Ingvar Kamprad stofnandi IKEA mun hætta í stjórn móðurfélags verslunarkeðjunnar á næstu dögum. Sonur hans, Matthias Kamprad, verður stjórnarformaður félagsins í framhaldinu.

Í frétt á Reuters um málið er vitnað í tilkynningu frá IKEA þar sem segir að þessi kynslóðaskipti hafi verið í undirbúningi árum saman. Núverandi stjórnarformaður IKEA Holding SA, Per Ludvigsson, lætur af embættinu til að rýma fyrir Matthias en Hans Gydell hefur verið tilnefndur sem varaformaður stjórnarinnar.

Ingvar Kamprad er orðinn 87 ára gamall en vinnur samt enn fullan vinnudag. Sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×