Golf

Leik frestað vegna úrhellis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úrhellið á Merion í dag.
Úrhellið á Merion í dag. Nordicphotos/Getty
Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi hefur verið frestað um ótiltekinn tíma vegna úrhellis.

Rétt rúmlega fimmtíu kylfingar höfðu hafið leik þegar óveðrið dundi yfir. Englendingurinn Ian Poulter var í forystu á þremur undir eftir þrjár holur. Poulter fékk fugl á öllum holunum.

Rigningin hefur minnkað til muna en mikill vatnsflaumur er á brautunum sem og flötunum. Óvíst er hvenær keppni hefst að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×