Golf

Fór holu í höggi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anna Sólveig fagnar ásnum.
Anna Sólveig fagnar ásnum. Mynd/GSÍmyndir.net
Anna Sólveig Snorradóttir fór holu í höggi á síðasta æfingahring sínum fyrir Evrópumót kvennalandsliða á Englandi sem hófst í morgun.

Anna Sólveig fékk ás á þriðju holu Fulford golvallarins í York í gær. Brautin er 147 metra löng og notaði Anna Sólveig sex járn.

Íslensku stelpurnar hefja leik í dag og eru Sunna Víðisdóttir GR, Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK og Signý Arnórsdóttir GK farnar úr húsi þegar þetta er ritað. Rástíma hinna kyflinganna þriggja má sjá hér að neðan:

12:10 Anna Sólveig Snorradóttir, Golfklúbbnum Keili

12:40 Ragnhildur Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur

13:10 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur

Hægt er að fylgjast með gangi mála á mótinu á heimasíðu þess, sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×