Golf

Montgomerie verður ekki með á opna breska

Skotinn Colin Montgomerie verður fjarri góðu gamni á opna breska meistaramótinu í golfi í ár en hann komst ekki í gegnum úrtökumótið.

Montgomerie byrjaði mótið vel og var einu höggi á eftir efsta manni eftir fyrsta daginn en hann var arfaslakur daginn eftir og spilaði á 76 höggum.

"Ég var kominn á fimm undir par og svo kastaði ég þessu frá mér. Þetta hefur ekkert með álag að gera. Ég bara spilaði illa og komst aldrei í gang," sagði Montgomerie.

Það tók rúmlega fjóran og hálfan tíma að klára seinni hringinn. Hann vildi þó ekki kenna leikhraða um hvernig fór.

Montgomerie er orðinn fimmtugur og var lengi vel einn besti kylfingur Evrópu. Honum tókst aldrei að vinna risamót þrátt fyrir miklar væntingar.

Opna breska fer fram á Muirfield frá 18. til 21. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×