Golf

Haas vann AT&T-mótið

Haas með verðlaunin sín.
Haas með verðlaunin sín.
Bandaríkjamaðurinn Bill Haas varð hlutskarpastur á AT&T-mótinu sem kláraðist í gær. Þetta var hans fyrsti sigur á PGA-móti síðan í febrúar árið 2012.

Hinn 31 árs gamli Haas var sjö sinnum búinn að lenda inn á topp tíu í ár en núna gekk allt upp hjá honum. Þetta var fimmti sigur hans á PGA-móti.

Haas fékk sex fugla á lokahringnum og endaði á 66 höggum. Hann vann mótið með þriggja högga mun en Robert Castro varð annar.

Haas er nú búinn að vinna að minnsta kosti eitt mót á PGA-mótaröðinni fjögur ár í röð og það hafa aðeins gert þeir Phil Mickelson, Dustin Johnson og Justin Rose.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×