Golf

Birgir Leifur hafnaði í 47. sæti

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Birgir Leifur varð Íslandsmeistari í fimmta sinn í sumar.
Birgir Leifur varð Íslandsmeistari í fimmta sinn í sumar. Mynd/GSÍ
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lauk í dag keppni á Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne mótinu sem fram fór í Frakklandi á Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur lék lokahringinn á 73 höggum eða þremur höggum yfir pari. Hann lék hringina fjóra í mótinu á samtals 286 höggum eða sex höggum yfir pari.

Íslandsmeistarinn fékk tvo fugla, þrjá skolla og einn skramba á hringnum í dag. Hann byrjaði geysilega vel í mótinu og var í öðru sæti eftir fyrsta hring eftir að hafa leikið á 65 höggum. Ekki gekk nógu vel hjá Birgi Leifi í kjölfarið.

Birgir er með takmarkaðan keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni sem er önnur sterkasta mótaröð Evrópu. Hann er á biðlista inn í næsta mót sem fram fer í Úkraínu í næstu viku.

Lokastaðan í mótinu

Skortkortið Hjá Birgi Leifi í mótinu í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×