Viðskipti erlent

Hlutabréf í Nokia hækka um 40%

Haraldur Guðmundsson skrifar
Kaup Microsoft á farsímadeild Nokia eru önnur stærstu fyrirtækjakaupin í sögu Microsoft.
Kaup Microsoft á farsímadeild Nokia eru önnur stærstu fyrirtækjakaupin í sögu Microsoft. MYND/AFP
Gengi hlutabréfa í Nokia fór upp um 40% í kauphöllinni í Helsinki í morgun eftir að greint var frá kaupum Microsoft á tækja- og þjónustudeild Nokia.

Verð hlutabréfa í Nokia er nú 4,2 evrur á hlut.

Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur Microsoft keypt tækja- og þjónustudeild finnska farsímaframleiðandans fyrir 7,2 milljarða dala, eða um 865 milljarða íslenskra króna. Með kaupunum fær Microsoft einkaleyfi á framleiðslu á farsíma- og snalltækjahluta Nokia.

Um er að ræða önnur stærstu fyrirtækjakaupin í sögu Microsoft.

32 þúsund starfsmenn Nokia munu flytja sig til og gerast starfsmenn Microsoft. Forstjóri Nokia, Stephen Elop, mun hins vegar láta af störfum, en hann var ráðinn til Nokia frá Microsoft árið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×