Handbolti

Anton með stórleik í Danmörku | Ljón Guðmundar töpuðu loks stigum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fullkomin byrjun Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta tók endi í kvöld þegar liðið gerði 23-23 jafntefli gegn Göppingen.

Leikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Stefán Rafn Sigurmannsson var í liði Löwen en Alexander Peterssen er frá vegna axlaruppskurðar í sumar. Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrir liði Löwen.

Anton Rúnarsson fór fyrir liði Nordsjælland sem vann sinn fyrsta sigur í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Anton skoraði ellefu mörk í dramatískum 25-24 sigri á Skive.  Atli Ævar Ingólfsson skoraði fjögur mörk að því er Mbl.is greinir frá. Nordsjælland skoraði sigurmarkið á lokasekúndu leiksins líkt og sjá má í myndbandi hér að ofan.

Anton og Atli Ævar gengu til liðs við Nordsjælland frá SönderjyskE í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×