Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2024 09:01 Richard Dumas í baráttu við Scottie Pippen í úrslitum NBA-deildarinnar vorið 1993. vísir/getty Í Bónus Körfuboltakvöldi valdi Teitur Örlygsson úrvalslið uppáhalds samherja sinna á ferlinum. Einn þeirra spilaði í úrslitum NBA-deildarinnar. Teitur lék eitt tímabil sem atvinnumaður í Grikklandi með liði Gymnastikos Syllogos Larissas. Meðal samherja hans þar var Richard Dumas sem gerði garðinn frægan með Phoenix Suns. Hann spilaði meðal annars með liðinu gegn Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls í úrslitum NBA vorið 1993. Ferill Dumas náði þó aldrei því flugi sem hann hefði getað náð vegna áfengis- og eiturlyfjafíknar. „Ég varð að setja góðan dreng þarna inn. Þessi er ofboðslega minnisstæður. Árið mitt í Grikklandi er hann annar af tveimur Bandaríkjamönnum í liðinu. Margir sem fylgjast vel með körfubolta vita hver þetta er. Þarna kemur hann eftir ansi minnisstæða úrslitakeppni á móti Jordan og Bulls þar sem hann stóð sig frábærlega en stuttu seinna, eftir að hann er búinn að gera einhvern tuga milljóna samning, fellur hann á lyfjaprófi en var löglegur í Evrópu,“ sagði Teitur í Bónus Körfuboltakvöldi. „Þetta er þvílíkur öðlingur en hann var veikur, greinilega fíkill. Hann var mikill alkahólisti og hann segist ekki hafa drukkið einn bjór fyrir æfingar heldur kippu. Hann var í þessum pakka úti í Grikklandi, að læðast í litlu hornbúðirnar og kom með kippu af Amstel, sat aftast í rútunni og hellti því í sig. En við náðum virkilega vel saman og ég er alveg sekur: Ég fékk mér alveg einn bjór með honum. En ég fékk líka söguna. Hann opnaði sig og sagði hvað hann væri búinn að fokka upp í lífinu og þótti það virkilega leiðinlegt.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Draumalið Teits Phoenix valdi Dumas með 46. valrétti í nýliðavalinu 1991. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi fyrir fyrsta tímabilið sitt og gat ekki byrjað að spila fyrr en liðið var á tímabilið 1992-93. Þar var hann með 15,8 stig og 4,6 fráköst að meðaltali í leik fyrir Phoenix sem vann 62 leiki og komst í úrslit NBA þar sem liðið tapaði fyrir Bulls, 4-2. Dumas var valinn í annað úrvalslið nýliða tímabilið 1992-93. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan NBA Körfuboltakvöld Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Sjá meira
Teitur lék eitt tímabil sem atvinnumaður í Grikklandi með liði Gymnastikos Syllogos Larissas. Meðal samherja hans þar var Richard Dumas sem gerði garðinn frægan með Phoenix Suns. Hann spilaði meðal annars með liðinu gegn Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls í úrslitum NBA vorið 1993. Ferill Dumas náði þó aldrei því flugi sem hann hefði getað náð vegna áfengis- og eiturlyfjafíknar. „Ég varð að setja góðan dreng þarna inn. Þessi er ofboðslega minnisstæður. Árið mitt í Grikklandi er hann annar af tveimur Bandaríkjamönnum í liðinu. Margir sem fylgjast vel með körfubolta vita hver þetta er. Þarna kemur hann eftir ansi minnisstæða úrslitakeppni á móti Jordan og Bulls þar sem hann stóð sig frábærlega en stuttu seinna, eftir að hann er búinn að gera einhvern tuga milljóna samning, fellur hann á lyfjaprófi en var löglegur í Evrópu,“ sagði Teitur í Bónus Körfuboltakvöldi. „Þetta er þvílíkur öðlingur en hann var veikur, greinilega fíkill. Hann var mikill alkahólisti og hann segist ekki hafa drukkið einn bjór fyrir æfingar heldur kippu. Hann var í þessum pakka úti í Grikklandi, að læðast í litlu hornbúðirnar og kom með kippu af Amstel, sat aftast í rútunni og hellti því í sig. En við náðum virkilega vel saman og ég er alveg sekur: Ég fékk mér alveg einn bjór með honum. En ég fékk líka söguna. Hann opnaði sig og sagði hvað hann væri búinn að fokka upp í lífinu og þótti það virkilega leiðinlegt.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Draumalið Teits Phoenix valdi Dumas með 46. valrétti í nýliðavalinu 1991. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi fyrir fyrsta tímabilið sitt og gat ekki byrjað að spila fyrr en liðið var á tímabilið 1992-93. Þar var hann með 15,8 stig og 4,6 fráköst að meðaltali í leik fyrir Phoenix sem vann 62 leiki og komst í úrslit NBA þar sem liðið tapaði fyrir Bulls, 4-2. Dumas var valinn í annað úrvalslið nýliða tímabilið 1992-93. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan
NBA Körfuboltakvöld Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Sjá meira