Viðskipti erlent

Alcoa ekki lengur hjá Dow Jones

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Alcoa er með álver á Reyðarfirði
Alcoa er með álver á Reyðarfirði mynd/Pjetur Sigurðsson
Alcoa verður ekki lengur í úrvalsvísitölu Dow Jones, frá og með  20. september næstkomandi. Dow Jones vísitalan byggir á verði í 30 stórum fyrirtækjum.

Bank of America og Hewlett Packard verða ekki heldur í úrvalsvísitölunni. Í staðin koma inn fyrirtækin Nike, Visa og Goldman Sachs.

Samkvæmt fréttum Wall Street Journal kemur það ekki á óvart að Alcoa hverfi úr úrvalsvísitölunni og það komi frekar á óvart afhverju það hafi ekki verið gert fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×