Handbolti

Þjálfarar Kára reknir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Kristjánsson.
Kári Kristjánsson. Mynd/AFP
Kári Kristjánsson og félagar í danska handboltaliðinu Bjerringbro-Silkeborg eru þjálfaralausir eftir að félagið rak í dag þjálfarann Claus Uhrenholt og aðstoðarmann hans Bo Tolstrup.

Það hefur ekki gengið nógu vel hjá stjörnuprýddu liði Bjerringbro-Silkeborg á leiktíðinni en liðið en núna í áttunda sætinu eftir tólf umferðir, átta stigum á eftir toppliði KIF Kolding.

„Það er leiðinlegt að þetta skuli enda svona því Claus og Bos hafa unnið vel fyrir félagið. Úrslitin í vetur hafa ekki verið eins við óskuðum eftir. Þetta slaka gangi er ekki bara Claus og Bos að kenna því þetta er öllum í liðinu að kenna. Við þökkum þjálfurunum fyrir gott og heilhuga starf og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni," sagði Frank Lajer, yfirmaður íþróttamála hjá Bjerringbro-Silkeborg á heimasíðu félagsins.

Bjerringbro-Silkeborg mun tilkynna um nýjan þjálfara á næstu dögum en næsti leikur liðsins er á móti SönderjyskE á mánudaginn kemur.

Kári Kristjánsson hefur skorað 23 mörk í 11 deildarleikjum á tímabilinu en þó aðeins 2 mörk í síðustu fjórum leikjum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×