Handbolti

Íslensku strákarnir með 64 prósent markanna í sigri

Arnar Björnsson skrifar
Sigurgeir Árni lyftir Íslandsmeistaratitlinum með FH vorið 2011.
Sigurgeir Árni lyftir Íslandsmeistaratitlinum með FH vorið 2011.
Íslendingarnir í Kristiansund voru í aðalhlutverki í gær þegar þeir skoruðu samtals 16 af 25 mörkum í sigri á efsta liðinu í norsku b-deildinni, Halden. Kristiansund vann 25-21.

Þjálfarinn Jónatan Magnússon og Sigurgeir Árni Ægisson skoruðu 6 mörk hvor og Gísli Jón Þórisson 4. Kristiansund á í miklum fjárhagserfiðleikum og fyrr í vetur var félaginu bjargað frá gjaldþroti.

Sterkir leikmenn nýttu sér tækifærið og yfirgáfu félagið. Gamla skyttan úr FH, Sigurgeir Árni Ægisson, varð að bregða sér í sóknina og skoraði 9 mörk í leiknum á undan þegar liðið gerði jafntefli við Haugaland. Hann hefur hingað til nánast aðeins spilað í vörninni.

Sigurinn í gær var aðeins 2. sigur liðsins í vetur. Að loknum 9 umferðum er Kristiansund í 10. sæti af 12 liðum í deildinni með 6 stig. Halden er í 1. sætinu með 15 stig, tveimur á undan Viking sem er í 2. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×