Handbolti

Ólafur og félagar áfram á toppnum þrátt fyrir tap

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. Mynd/HSÍ
Það var misjafnt gengið hjá Íslendingaliðunum Guif og Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Guif halda áfram að skiptast á að vinna og tapa leikjum. Kristianstad er síðan áfram í efsta sætinu þrátt fyrir tap á móti Lugi sem er í fjórða sæti.

Heimir Óli Heimisson skoraði þrjú mörk og fiskaði eitt víti þegar Eskilstuna Guif vann níu marka heimsigur á Önnereds HK, 32-23, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Aron Rafn Eðvarðsson sat nánast allan leikinn á bekknum en fékk að reyna að verja eitt víti sem mistókst hjá honum. Richard Larsson varði 13 skot (39 prósent) í marki Guif.

Guif-liðið hefur ekki unnið tvo leiki í röð síðan í byrjun október en liðið er í fimmta sæti deildarinnar.

Ólafur Guðmundsson skoraði sex mörk úr fimmtán skotum þegar Kristianstad tapaði með þremur mörkum á útivelli móti Lugi HF, 22-19.

Ólafur náði að jafna metin í 16-16 með því að skora tvö mörk í röð en þá komu fjögur mörk í röð frá Lugi og sigurinn var nánast í höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×