Viðskipti erlent

Bill Gates barðist við tárin

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Forstjóraskipti í Microsoft reynast Gates ekki auðveld.
Forstjóraskipti í Microsoft reynast Gates ekki auðveld.
Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, þurfti að halda aftur tárum þegar hann ræddi mikilvægi þess að finna nýjan forstjóra fyrirtækisins.

Steve Ballmer, fráfarandi forstjóri hefur starfað með fyrirtækinu síðustu 13 árin og Gates þakkaði Balmer á dramatískan hátt fyrir störf sín.

„Ég vil þakka fyrir framlagið síðustu 13 árin,“ sagði Gates. „Það eru mikil forréttindi að leiða þann ótrúlega hæfileikaríka hóp af starfsmönnum sem við höfum,“ bætti hann við og var augljóslega sorgmæddur.

Það er ljóst að forstjóraskipin taka á báða mennina tilfinningalega en Gates sagði um leitina að arftakanum að þeir Balmer deildu þeirri sýn að Microsoft myndi gegna vel sem fyrirtæki sem gerði heiminn að betri stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×