Viðskipti erlent

Facebook í samkeppni við Twitter

Samúel Karl Ólason skrifar
Mark Zuckerberg, stofanandi og framkvæmdastjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, stofanandi og framkvæmdastjóri Facebook. Mynd/EPA
Facebook hefur keypt sprotafyrirtækið Sportstream, sem greinir tengsl samfélagsmiðla og íþrótta. Kaupin eru talin gera viðskiptavinum Facebook kleyft að finna stöðuuppfærslur varðandi íþróttir og nota þær í eigin efni.

Frá þessu er sagt á vef BBC.

 

Kaupin virðast vera tilraun Facebook til að keppa við fyrirtæki eins og Twitter í flæði rauntíma upplýsinga á samfélagsmiðlum.

Á undanförnum mánuðum hefur Facebook tekið nokkur skref sem gerir notendum þess auðveldara að finna innlegg tengd ákveðnu efni, eins og með innleiðslu „hashtagga“ og fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×