Viðskipti erlent

Apple gerir risasamning í Kína

Apple fyrirtækið í Bandaríkjunum hefur gert samning við kínverska fyrirtækið China Mobile, sem er stærsta fjarskiptafyrirtæki heims, um sölu á Iphone farsímum í Kína.

Apple hefur lengi reynt að ná fótfestu á kínverskum farsímamarkaði en orðið undir í samkeppni við önnur fyrirtæki sem bjóða ódýrari vörur. Apple vonast til þess að selja  24 milljónir farsíma bara í Kína á næsta ári. Til samanburðar má nefna að á fyrstu níu mánuðum þess árs seldi Apple alls hundrað milljónir farsíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×