Olíurisi sagður ætla að hverfa frá Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2013 12:58 Olíuborpallurinn Leifur Eiríksson boraði við Vestur-Grænland fyrir 2 árum. Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun; Exxon Mobil vilji á næstu árum leggja meiri áherslu á tiltölulega hagkvæma olíuvinnslu úr olíusandi fremur en mjög dýra og áhættusama olíuleit á heimskautasvæðum. Danska blaðið Berlingske Tidende og olíuviðskiptavefurinn Upstream hafa bæði greint frá þessu. Exxon Mobil hefur þegar skilað inn einu sérleyfi við Vestur-Grænland og er einnig sagt ætla að skila öðru leyfi til baka. Félagið hefur ekki staðfest þessa stefnubreytingu, aðeins sagt að það hafi ekki tekið þátt í síðasta útboði við Grænland og sé sem stendur ekki í olíuleit þar. Talsmaður Exxon Mobil undirstrikar þó að félagið sé áfram stór þátttakandi í starfsemi á öðrum heimskautasvæðum, þar á meðal í Kanada og Alaska, og einnig undan ströndum Rússlands, þar sem það áformi olíuboranir í Karahafi á næsta ári. „Þetta er fremur spurning um hvernig við forgangsröðum fjármunum til olíuleitar,“ hefur Upstream eftir talsmanni Exxon Mobil. Berlingske Tidende bendir á að í olíusandinum geti félögin gengið að olíunni nokkurn veginn vísri. Á Norðurslóðum, eins og við Austur- og Vestur-Grænland, þurfi þau hins vegar að gera ráð fyrir verja milljörðum dollara til olíuleitar án þess að vera viss um að finna einn einasta dropa. Þá segir Upstream að leitarkostnaður við Grænland hafi hækkað verulega vegna strangari öryggiskrafna landsins. Exxon Mobil er sem stendur þátttakandi í svokölluðum Kanumas-hópi, með olíurisum eins og Statoil, BP, Chevron og Shell, sem hefur forgang að sérleyfum við Austur-Grænland. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun; Exxon Mobil vilji á næstu árum leggja meiri áherslu á tiltölulega hagkvæma olíuvinnslu úr olíusandi fremur en mjög dýra og áhættusama olíuleit á heimskautasvæðum. Danska blaðið Berlingske Tidende og olíuviðskiptavefurinn Upstream hafa bæði greint frá þessu. Exxon Mobil hefur þegar skilað inn einu sérleyfi við Vestur-Grænland og er einnig sagt ætla að skila öðru leyfi til baka. Félagið hefur ekki staðfest þessa stefnubreytingu, aðeins sagt að það hafi ekki tekið þátt í síðasta útboði við Grænland og sé sem stendur ekki í olíuleit þar. Talsmaður Exxon Mobil undirstrikar þó að félagið sé áfram stór þátttakandi í starfsemi á öðrum heimskautasvæðum, þar á meðal í Kanada og Alaska, og einnig undan ströndum Rússlands, þar sem það áformi olíuboranir í Karahafi á næsta ári. „Þetta er fremur spurning um hvernig við forgangsröðum fjármunum til olíuleitar,“ hefur Upstream eftir talsmanni Exxon Mobil. Berlingske Tidende bendir á að í olíusandinum geti félögin gengið að olíunni nokkurn veginn vísri. Á Norðurslóðum, eins og við Austur- og Vestur-Grænland, þurfi þau hins vegar að gera ráð fyrir verja milljörðum dollara til olíuleitar án þess að vera viss um að finna einn einasta dropa. Þá segir Upstream að leitarkostnaður við Grænland hafi hækkað verulega vegna strangari öryggiskrafna landsins. Exxon Mobil er sem stendur þátttakandi í svokölluðum Kanumas-hópi, með olíurisum eins og Statoil, BP, Chevron og Shell, sem hefur forgang að sérleyfum við Austur-Grænland.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira