Handbolti

Meiðsli Rutar alvarleg | Frá keppni fram á haust

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rut Jónsdóttir.
Rut Jónsdóttir. Mynd/Heimasíða TTH
Landsliðskonan Rut Arnfjörð Jónsdóttir verður frá keppni fram á næsta haust vegna meiðsla sem hún hlaut á æfingum með íslenska landsliðinu í lok nóvember. Frá þessu er greint á Mbl.is.

Rut meiddist á æfingu íslenska landsliðsins fyrir æfingaleikina þrjá gegn Sviss. Hún mun þurfa að gangast undir aðgerð á vinstri öxl og reiknað með að hún verði frá í tíu mánuði.

„Það er eitthvað slitið og illa farið. Ég er eiginlega ekki búin að ná þessu öllu saman ennþá. Þetta er alveg hrikalegt áfall,“ segir Rut í samtali við Mbl.is.

Rut spilar með Team Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×