GTA 5 kostaði 32,6 milljarða króna Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. september 2013 07:00 Götumynd frá Los Angeles í Bandaríkjunum í síðustu viku þar sem sjá má tölvuleikinn Grand Theft Auto V auglýstann á risaveggspjöldum. Fréttablaðið/AP Vonir breska tölvuleikjaframleiðandans Rockstar Games standa til þess að á fyrstu söluviku nemi sala Grand Theft Auto V (GTA 5)á heimsvísu 500 milljónum punda, eða 95,8 milljörðum íslenskra króna. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að salan myndi með því nema nærri því þreföldum þeim kostnaði sem lagður hefur verið í framleiðslu og markaðssetningu tölvuleiksins. sú upphæð er talin nema 170 milljónum punda, eða 32,6 milljörðum króna. Leiksins, sem fór í almenna sölu síðasta þriðjudag, hefur verið beðið með eftirvæntingu, enda hófst framleiðsla á honum fyrir fimm árum síðan. Fyrstu viðtökur og dómar benda jafnframt til þess að framleiðendur leiksins séu ekki fjarri lagi í væntingum sínum. Þá má líka horfa til þess að fyrri útgáfa leiksins (GTA 4) halaði inn 350 milljónir punda (67 milljarða króna)á fyrstu söluviku. Tölurnar eru af slíkri stærðargráðu að skyggir á flest annað í afþreyingariðnaði. Þannig er framleiðslukostnaður leiksins mitt á milli dýrustu og næstdýrustu kvikmynda sem gerðar hafa verið. Dýrasta kvikmyndin er sú þriðja í Pirates of the Caribbean myndaröðnni og kostaði 300 milljónir dala í framleiðslu, eða 36,5 milljarða króna. Næstdýrust var Disneymyndin Tangled sem kostaði 260 milljónir dala (31,6 milljarða króna.) Fyrir árslok er því spáð að seld verði á heimsvísu 15 til 18 milljónir eintaka af GTA 5. Miðað við útsöluverð leiksins í Bandaríkjunum yrðu tekjurnar af slíkri sölu rúmur 131 milljarður íslenskra króna. Sú sala ein þýðir tekjur sem fara fram úr tekjum af Pirates of the Caribbean upp á rúma 116 milljarða króna. Endanlega sala leiksins er hins vegar talin verða mun meiri. Forverinn, GTA 4, seldist í 25 milljónum eintaka og talið að GTA 5 fari vel fram úr þeim tölum. Í umfjöllun BBC er bent á að viðtökurnar við GTA 5 gætu haft áhrif á áherslur í afþreyingariðnaði til framtíðar. Fólk sem spilar tölvuleiki sé komið af barnsaldri og framleiðslan taki mið af því. Bent er á að forsalan ein á GTA 5 séu fleiri eintök en breska ofurgrúppan The Who hafi frá upphafi selt af hljómplötum. Frá því að Grand Theft Auto leikirnir hafi fyrst hafið göngu sína árið 1997 hafi verið seld af þeim meira en 135 milljónir eintaka. „Áhrif og gæði leiksins sýna hversu langt þróunin er komin,“ er haft eftir Richard Wilson, framkvæmdastjóra Tiga, sambands tölvuleikjaframleiðenda í Bretlandi. „Þetta sýnir að tölvuleikir standa nú jafnfætis kvikmyndum, sjónvarpi og teiknimyndum, og verðskulda eftirtekt í samræmi við það.“ Hrikalegt ofbeldi sætir gagnrýniHrotti á götu. Skjámynd úr GTA 5 frá Rockstar Games. Fréttablaðið/APÞótt upp séu gefnar aldurstakmarkanir á tölvuleikinn Grand Theft Auto V sem er nýútkominn hefur breska kennarasambandið þegar lýst áhyggjum af meintum áhrifum ofbeldisins á ung börn. Í umfjöllun The Mirror í Bretlandi er vitnað sérstaklega til atburðarásar í leiknum þar sem leikmaðurinn þarf að pína upplýsingar upp úr manni og notar til þess harðsvíraðar pyntingaraðferðir. Meðal þess sem lagt er til að gert sé við fórnarlambið er að draga úr því tennurnar með töngum og brjóta á því hnéskeljarnar með rörtöng. Haft er eftir Alison Sherratt, forseta Sambands kennara og fyrirlesara. segir slíkt ofbeldi ekki eiga að fyrirfinnast í tölvuleikjum. Vísar hún til kannana í þá veru að ung börn komist í ofbeldisfulla tölvuleiki þrátt fyrir öll bönn. Í umfjöllun The Mirror er líka vísað til rannsóknar sem birt var í ágústlok í Springer Journal of Youth and Adolescence. Þar komast rannsakendur að því að ofbeldisfullir tölvuleikir ýti ekki undir ofbeldishegðun í unglingum, jafnvel þótt þeir standi höllum fæti vegna þunglyndis eða athyglisbrests. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vonir breska tölvuleikjaframleiðandans Rockstar Games standa til þess að á fyrstu söluviku nemi sala Grand Theft Auto V (GTA 5)á heimsvísu 500 milljónum punda, eða 95,8 milljörðum íslenskra króna. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að salan myndi með því nema nærri því þreföldum þeim kostnaði sem lagður hefur verið í framleiðslu og markaðssetningu tölvuleiksins. sú upphæð er talin nema 170 milljónum punda, eða 32,6 milljörðum króna. Leiksins, sem fór í almenna sölu síðasta þriðjudag, hefur verið beðið með eftirvæntingu, enda hófst framleiðsla á honum fyrir fimm árum síðan. Fyrstu viðtökur og dómar benda jafnframt til þess að framleiðendur leiksins séu ekki fjarri lagi í væntingum sínum. Þá má líka horfa til þess að fyrri útgáfa leiksins (GTA 4) halaði inn 350 milljónir punda (67 milljarða króna)á fyrstu söluviku. Tölurnar eru af slíkri stærðargráðu að skyggir á flest annað í afþreyingariðnaði. Þannig er framleiðslukostnaður leiksins mitt á milli dýrustu og næstdýrustu kvikmynda sem gerðar hafa verið. Dýrasta kvikmyndin er sú þriðja í Pirates of the Caribbean myndaröðnni og kostaði 300 milljónir dala í framleiðslu, eða 36,5 milljarða króna. Næstdýrust var Disneymyndin Tangled sem kostaði 260 milljónir dala (31,6 milljarða króna.) Fyrir árslok er því spáð að seld verði á heimsvísu 15 til 18 milljónir eintaka af GTA 5. Miðað við útsöluverð leiksins í Bandaríkjunum yrðu tekjurnar af slíkri sölu rúmur 131 milljarður íslenskra króna. Sú sala ein þýðir tekjur sem fara fram úr tekjum af Pirates of the Caribbean upp á rúma 116 milljarða króna. Endanlega sala leiksins er hins vegar talin verða mun meiri. Forverinn, GTA 4, seldist í 25 milljónum eintaka og talið að GTA 5 fari vel fram úr þeim tölum. Í umfjöllun BBC er bent á að viðtökurnar við GTA 5 gætu haft áhrif á áherslur í afþreyingariðnaði til framtíðar. Fólk sem spilar tölvuleiki sé komið af barnsaldri og framleiðslan taki mið af því. Bent er á að forsalan ein á GTA 5 séu fleiri eintök en breska ofurgrúppan The Who hafi frá upphafi selt af hljómplötum. Frá því að Grand Theft Auto leikirnir hafi fyrst hafið göngu sína árið 1997 hafi verið seld af þeim meira en 135 milljónir eintaka. „Áhrif og gæði leiksins sýna hversu langt þróunin er komin,“ er haft eftir Richard Wilson, framkvæmdastjóra Tiga, sambands tölvuleikjaframleiðenda í Bretlandi. „Þetta sýnir að tölvuleikir standa nú jafnfætis kvikmyndum, sjónvarpi og teiknimyndum, og verðskulda eftirtekt í samræmi við það.“ Hrikalegt ofbeldi sætir gagnrýniHrotti á götu. Skjámynd úr GTA 5 frá Rockstar Games. Fréttablaðið/APÞótt upp séu gefnar aldurstakmarkanir á tölvuleikinn Grand Theft Auto V sem er nýútkominn hefur breska kennarasambandið þegar lýst áhyggjum af meintum áhrifum ofbeldisins á ung börn. Í umfjöllun The Mirror í Bretlandi er vitnað sérstaklega til atburðarásar í leiknum þar sem leikmaðurinn þarf að pína upplýsingar upp úr manni og notar til þess harðsvíraðar pyntingaraðferðir. Meðal þess sem lagt er til að gert sé við fórnarlambið er að draga úr því tennurnar með töngum og brjóta á því hnéskeljarnar með rörtöng. Haft er eftir Alison Sherratt, forseta Sambands kennara og fyrirlesara. segir slíkt ofbeldi ekki eiga að fyrirfinnast í tölvuleikjum. Vísar hún til kannana í þá veru að ung börn komist í ofbeldisfulla tölvuleiki þrátt fyrir öll bönn. Í umfjöllun The Mirror er líka vísað til rannsóknar sem birt var í ágústlok í Springer Journal of Youth and Adolescence. Þar komast rannsakendur að því að ofbeldisfullir tölvuleikir ýti ekki undir ofbeldishegðun í unglingum, jafnvel þótt þeir standi höllum fæti vegna þunglyndis eða athyglisbrests.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira