Viðskipti erlent

Vandræðum evrunnar lokið

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Þrátt fyrir að komist hafi verið hjá efnahagslegu hruni er staðan þó enn slæm á svæðinu, sér í lagi félagslega.
Þrátt fyrir að komist hafi verið hjá efnahagslegu hruni er staðan þó enn slæm á svæðinu, sér í lagi félagslega. Mynd/Getty Images
Hagfræðingur frá Danske bank segir skuldavandanum í sunnanverðri Evrópu lokið og ekki sé lengur hætta á hruni evrunnar, í samtali við Politiken.

Þannig eru vextir á tíu ára grískum ríkisskuldabréfum núna 8,2% en hafi í mars 2012 verið 37,1%.

Þá séu vextir á spænskum eða ítölskum tveggja ára ríkisskuldabréfum í dag rétt yfir einu prósenti en hafi verið í kringum sjö prósent þegar verst var.

Í fréttinni segir að þrátt fyrir að komist hafi verið hjá efnahagslegu hruni sé staðan þó enn slæm á svæðinu, sér í lagi félagslega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×