Viðskipti erlent

Fékk sekt vegna gleraugnanna

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Cecilia Abadie með Google Glass gleraugu sín á tali við lögmann sinn fyrir utan umferðarlagadómstólinn í San Diego.
Cecilia Abadie með Google Glass gleraugu sín á tali við lögmann sinn fyrir utan umferðarlagadómstólinn í San Diego. Fréttablaðið/AP
Bandaríkin, APFyrir dómi í San Diego í Bandaríkjunum er tekist á um lögmæti sektar sem Cecilia Abadie fékk fyrir að aka með Google Glass tölvugleraugu.

Hún er í hópi þeirra sem fengið hafa að prófa tækið, en það á ekki að fara í sölu fyrr en á næsta ári. Hún var gripin fyrir of hraðan akstur í Dan Diego og bætti lögreglumaðurinn við sekt vegna augnbúnaðarins.

Bannað væri að horfa á vídeó- eða sjónvarpsskjá við akstur, en gleraugunum er agnarmár skjár fyrir ofan hægra auga.

Fyrir dómi er nú tekist á um hvort konan hafi í raun brotið umferðarlög. Hún segir tækið hafa farið í gang þegar hún leit upp á lögreglumanninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×