Viðskipti erlent

Sögulegt samkomulag WTO

Bjarki Ármannsson skrifar
Christine Lagarde lýsti yfir ánægju með samkomulag Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
Christine Lagarde lýsti yfir ánægju með samkomulag Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Fréttablaðið/AP
Ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) lauk aðfaranótt laugardags með samkomulagi sem miðar að því að liðka fyrir alþjóðlegum viðskiptum og treysta fæðuöryggi þróunarríkja. Þetta er í fyrsta sinn í sögu stofnunarinnar sem bindandi samkomulag næst á meðal aðildarríkja þess.

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lýsti yfir stuðningi sínum við niðurstöðu fundarins. „Þetta samkomulag undirstrikar að alþjóðasamfélagið hefur skuldbundið sig til að viðhalda opnu viðskiptakerfi sem ýtir undir hagvöxt og dregur úr fátækt,“ sagði Lagarde í tilkynningu í gær.

Fundurinn fór fram á Balí í Indónesíu og flutti Martin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni, erindi á málþingi í tengslum við fundinn. Ræddi hann þar mikilvægi þess að taka aftur upp þráðinn í samningaviðræðum um reglur um ríkisstyrki í sjávarútvegi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×