Handbolti

Aron verður burðarás næstu tíu árin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron og Alfreð.
Aron og Alfreð.
Aron Pálmarsson er nú búinn að vera undir handleiðslu Alfreðs í fimm ár. Hlutverk hans hefur farið stækkandi með hverju árinu og nú er kominn tími á að hann verði einn af burðarásum liðsins.

„Aron er bara 23 ára en er samt kominn með gríðarlega reynslu. Hann á að vera einn af burðarásum þessa liðs næstu tíu árin ef allt gengur upp,“ segir Alfreð en hann er afar ánægður með hinn unga landa sinn.

„Hann hefur staðið sig frábærlega og stendur vel undir þeirri ábyrgð sem hann fær. Leikur hans er orðinn mun stöðugri. Hann hefur samt fengið ábyrgð á síðustu árum og komið inn í fjölmörgum lykilleikjum. Hann hefur leyst síðasta korterið í stórum leikjum frá árinu 2010. Hann hefur sýnt að hann er maður sem missir ekki hausinn þó svo hann sé undir pressu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×