Handbolti

Dujshebaev tekur við Kielce af Wenta

Talant Dujshebaev.
Talant Dujshebaev. nordicphotos/getty
Landsliðsmaðurinn Þórir Ólafsson er að fá nýjan þjálfara hjá Kielce. Bogdan Wenta er hættur með liðið og við starfi hans tekur Talant Dujshebaev, fyrrum þjálfari Ciudad Real.

Wenta er þó ekki farinn frá félaginu því hann mun taka að sér starf framkvæmdastjóra.

Dujshebaev náði stórkostlegum árangri með lið Ciudad á sínum tíma og vann þá allt sem hægt var að vinna í boltanum. Ólafur Stefánsson lék lengi undir hans stjórn þar og lét afar vel af honum sem þjálfara.

Ciudad varð síðar Atletico Madrid en það ævintýri lifði ekki lengi því félagið fór á hausinn síðasta sumar. Síðan þá hefur þjálfarinn verið atvinnulaus.

Dujshebaev var einnig stórkostlegur leikmaður á sínum tíma og einn af þeim bestu sem hafa spilað leikinn.

Þórir sagði við Fréttablaðið í vikunni að hann væri farinn að líta í kringum sig eftir nýju félagi enda hefði Wenta ekki trú á honum. Samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Það er spurning hvort þessi tíðindi breyti einhverju.

Guðjón Valur Sigurðsson hefur einnig verið orðaður við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×