Viðskipti erlent

Meiri ókeypis hlustun á Spotify

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Daniel Ek, forstjóri Spotify, fjallar um afnám takmarkannana
Daniel Ek, forstjóri Spotify, fjallar um afnám takmarkannana
Tónlistarveitan Spotify hefur brugðist við aukinni samkeppni með því að afnema takmarkanir á ókeypis hlustun gegn því að notendur veitunnar hlusti á auglýsingar.

Hingað til hafa notendur einungis notfært sér möguleikann að hlusta ókeypis gegn því að hlusta á auglýsingar í sex klukkustundir á dag. Hægt er að sækja Spotify smáforritið í snjallsíma og spjaldtölvur án endurgjalds.

Spotify kynnir þetta afnám takmarkananna rétt áður en ný tónlistarveita, sem heitir Beats, fer í loftið. Beats hefur vakið mikla athygli með auglýsingaherferð sinni en notendum stendur ekki til boða að hlusta án endurgjalds í eins langan tíma og Spotify býður upp á.

Spotify fékk aukna fjárinnspýtingu í nóvember í fyrra, þegar fjárfestar settu um þrjá milljarða aukalega í fyrirtækið. Aukin samkeppni er á tónlistaveitumarkaðinum – Beats og Rdio munu kynna þjónustu sína innan skamms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×