Viðskipti erlent

Hestakerrur hverfa af götum Manhattan

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Borgarstjórinn vill að rafbílar ferji ferðamenn við Central Park.
Borgarstjórinn vill að rafbílar ferji ferðamenn við Central Park.
Eitt af fyrstu verkum Bill DeBlasio í embætti borgarstjóra New York borgar var að banna hestvagna í Central Park. Túristi.is segir frá þessu.

Í nærri eina öld hefur fólki staðið til boða að fara í útsýnisferð um garðinn og nærliggjandi götur í hestvagni en brátt verður síðasti túrinn farinn. Borgarstjóranum mun þykja það bjóða hættunni heima að láta hestvagna fara um stræti innan um bíla, hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur.

Þrjú hross hafa dáið í traffíkinni á Manhattan síðustu sjö ár.

Bill DeBlasio segist átta sig á því að það sér þörf fyrir samgöngur við Central Park og þá aðallega fyrir ferðamenn. Ætlar hann því að beita sér fyrir því að sérstökum rafmagnsbílum verði leyft að fara þarna um með fólk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×