Handbolti

Stjarnan og Haukar áfram í bikarnum | Myndasyrpa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Florentina Stanciu fylgist með stelpunum sínum í Mýrinni í kvöld.
Florentina Stanciu fylgist með stelpunum sínum í Mýrinni í kvöld. Vísir/Valli
Níu leikmenn Stjörnunnar skiptu mörkunum jafnt á milli sín í 25-18 sigri á FH í Coca Cola bikar kvenna í handbolta í kvöld. Framlengingu þurfti í leik Hauka gegn Fylki.

Natalí Valencia skoraði fjögur mörk fyrir Stjörnuna og sex leikmenn liðsins þrjú gegn FH. Heimakonur leiddu gegn grönnum sínum 13-7 í hálfleik. Ingibjörg Pálmadóttir var markahæst gestanna með sex mörk.

Í Hafnarfirði var meiri spenna þar sem jafnt var 28-28 að loknum venjulegum leiktíma. Haukastelpur leiddu 14-11 í hálfleik en gestirnir náðu að jafna áður en yfir lauk.

Marija Gedroit skoraði tíu mörk fyrir Hauka, Karen Helga Díönudóttir níu og Viktoria Valdimarsdóttir sjö. Hjá gestunum var Patrícia Szölösi markahæst með ellefu mörk og hin stórefnilega Thea Imani Sturludóttir skoraði sjö.

Stjarnan og Haukar eru því komin áfram í undanúrslit bikarsins. Annað kvöld mætast svo Valur og ÍBV annars vegar og Grótta og Fram hins vegar í síðari viðureignunum í átta liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×