Handbolti

Varnartröllið Roggisch hættir í vor

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Oliver Roggisch, leikmaður Rhein-Neckar Löwen og fyrirliði þýska landsliðsins, tilkynnti í dag að leikmannaferli hans ljúki í vor.

Roggisch er 35 ára gamall og á að baki meira en 200 leiki með þýska landsliðinu og rúmlega 400 deildarleiki í Þýskalandi.

Hann hefur verið í aðalhlutverki í varnarleik Löwen síðustu árin og var samningsbundinn liðinu út næsta tímabil. En meiðsli hafa sett strik í reikninginn og var þetta því niðurstaðan.

„Ég mun bíta á jaxlinn næstu mánuðina og vonandi tekst mér að hjálpa báðum liðum,“ sagði Roggisch á sameiginlegum blaðamannafundi Löwen og þýska handboltasambandsins í morgun.

Einnig var tilkynnt á fundinum í morgun að Roggisch muni taka að sér að starfa fyrir Löwen og þýska sambandið eftir að leikmannaferlinum lýkur. Það var ekki útskýrt frekar en verður gert á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×