Viðskipti erlent

Facebook bætir við 50 valmöguleikum um kyn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP Nordic
Notendur Facebook geta nú valið á milli 50 valmöguleika þegar kemur að því að velja kyn. Einnig er nú mögulegt að velja hvernig Facebook vísar til notenda. „Þegar þú kemur á Facebook til að tengja við fólk, málstaði og stofnanir sem þér þykir vænt um, viljum við að þér líði vel og sért þú sjálfur,“ var skrifað á fjölbreytileikasíðu Facebook.

Frá þessu er sagt á vef CNN.

Fyrirtækið vann með samkynhneigðu fólki, tvíkynhneigðu fólki og samtök málsvara fólks sem gengið hefur í gegnum kynleiðréttingu, til að koma upp með valmöguleikana 50. „Notendur okkar hafa beðið um að hafa valmöguleika sem endurspegla kyn þeirra að fullnustu og í dag sýndi Facebook að þeir hafa verið að hlusta,“ sagði Allison Palmer, sem vann að verkefninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×