Handbolti

GOG tapaði þriðja heimaleiknum á níu dögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/Daníel
Íslenski leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson skoraði eitt mark fyrir GOG þegar liðið tapaði 24-26 á heimavelli á móti Team Tvis Holstebro í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Þetta var þriðja heimatap GOG á aðeins níu dögum en liðið hafði áður tapað fyrir Skjern (23-29) og Bjerringbro-Silkeborg (26-27) í GOG Arena.

GOG Håndbold hefur ennfremur tapað öllum fjórum deildarleikjum sínum eftir að deildin fór af stað á ný eftir Evrópumótið. Snorri Steinn hefur verið rólegur í þessum fjórum leikjum en hann er aðeins með samtals fjögur mörk í þeim.

Niclas Vest Kirkeløkke og Tobias Torpegaard Møller voru markahæstir hjá GOG-liðinu með fjögur mörk hvor.

GOG Håndbold er í 5. sæti deildarinnar en gæti misst bæði Århus Håndbold og Bjerringbro-Silkeborg upp fyrir sig í þessari umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×