Handbolti

Alfreð og strákarnir í Kiel borða íslenskan fisk

Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson með Einari matreiðslumeistara.
Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson með Einari matreiðslumeistara. mynd/aðsend
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hjá Kiel komust heldur betur í feitt á mánudaginn er þeim var boðið í íslenska sjávarréttaveislu.

Það var dótturfyrirtæki Samherka, IceFresh seafood, sem bauð til veislunnar en fyrirtækið er einn af styrktaraðilum handboltaveldisins.

Það var ekkert til sparað og var Einari Geirssyni, yfirmatreiðslumeistara á RUB23, flogið út til þess elda ofan í handboltastjörnurnar.

Matinn fengu leikmenn Kiel eftir sigur á Porto í Meistaradeildinni. Leikmenn tóku hraustlega til matar síns og var gerður góður rómur að veislunni.

Alfreð var ánægður með sendinguna frá sveitungum sínum á Akureyri.mynd/aðsend
Íslenskt, já takk hugsar Aron líklega og brosir.mynd/aðsend
mynd/aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×