Handbolti

Öruggt hjá Rhein-Neckar Löwen

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen Vísir/Getty
Góður kafli í seinni hálfleik grundvallaði öruggan sigur Rhein-Neckar Löwen gegn Magdeburg í lokaleik dagsins í þýska handboltanum í dag. Löwen lokaði markinu í ellefu mínútur og náði mest fjórtán marka forskoti um miðbik seinni hálfleiks.

Magdeburg náði forskotinu í upphafi leiks en heimamenn í Löwen náðu að snúa taflinu við í fyrri hálfleik og tóku fjögurra marka forskot inn í hálfleik í stöðunni 17-13. Þá tók við glæsilegur kafli þar sem liðið fékk aðeins eitt mark á sig á tæplega fimmtán mínútum og voru skyndilega komnir með fjórtán stiga forskot. Magdeburg náði að minnka munin á seinasta korteri leiksins en ógnuðu aldrei forskoti Löwen sem vann að lokum öruggan sigur.

Alexander Petersson átti fínan leik í liði Löwen með fimm mörk og Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði eitt mark fyrir heimamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×