Viðskipti erlent

Atvinnuleysi minnkar hratt í Bretlandi

Finnur Thorlacius skrifar
Margir hafa krækt sér í vinni í Bretlandi undanfarið.
Margir hafa krækt sér í vinni í Bretlandi undanfarið.
Aldrei hafa fleiri verið við vinnu í Bretlandi en nú enda hafa orðið til 473.000 ný störf í einkageiranum á síðustu 12 mánuðum. Atvinnuleysi mælist nú 6,9% en var 7,2% fyrir 3 mánuðum síðan. Það er talsverð lækkun á stuttum tíma og hefur atvinnuleysi ekki verið minna í fjögur og hálft ár.

Engu að síður hefur störfum á vegum hins opinbera fækkað að undaförnu en einkageirinn hefur gert gott betur en að vinna það upp. Seðlabanki Englands hefur sagt að hann muni ekki hækka vexti, sem nú standa aðeins í 0,5%, fyrr en atvinnuleysi færi undir 7% og nú hefur það gerst.

Vextir hafa verið í sögulegu lágmarki til að blása lífi í efnhagslífið og í leiðinni ná niður atvinnuleysi. Svo virðist sem aðgerðirnar séu að virka. Ein afleiðing þessa að auki er sú að laun hafa hækkað í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×