Handbolti

ÍR mun spila í úrvalsdeild kvenna næsta vetur

Björgvin með þeim Önnu og Stefáni.
Björgvin með þeim Önnu og Stefáni. mynd/ír
Stjórn handknattleiksdeildar ÍR samdi í kvöld við nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins og við sama tilefni var tilkynnt að liðið ætlaði sér að spila í úrvalsdeild kvenna næsta vetur.

Það er Björgvin Þór Rúnarsson sem mun taka við þjálfun liðsins af Finnboga Grétari Sigurbjörnssyni. Með honum í þjálfaraliðinu verða þau Anna Margrét Sigurðardóttir og Stefán Petersen en þau voru einnig aðstoðarmenn Finnboga.

Björgvin Þór hefur þjálfað norska félagið Örsta síðastliðin ár við góðan orðstír.  Hann spilaði á árum árum með Stjörnunni, ÍBV, Víking og Selfossi.

Auk þess að sinna þjálfun meistaraflokks kvenna mun Björgvin koma að starfi yngri flokka hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×