Handbolti

Þjálfari Bosníu kokhraustur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Strákarnir okkar mæta Bosníu í júní
Strákarnir okkar mæta Bosníu í júní Vísir/Getty
Bosníska landsliðið í handbolta hefur byrjað árið vel og vantar ekki sjálfstraust í þjálfara liðsins, Dragan Markovic.

Íslenska liðið mætir landsliði Bosníu og Hersegóvínu í leikjum upp á laust sæti á HM í Katar sem fer fram á næsta ári. Fyrri leikurinn fer fram í Bosníu helgina 7.-8. júní en sá síðari fer fram viku seinna í Laugardalshöll.

Dragir telur að lærisveinar hans eigi fullt erindi í íslenska liðið en gerir sér grein fyrir því að íslenska liðið sé sterkt.

„Við erum aðeins að einblína á leikina gegn Íslandi í júní vitandi að með sigri öðlumst við þátttökurétt á frábæru alþjóðlegu móti. Það eru margir óánægðir með mótherjann en ekki ég, það er ekki í eðli mínu að hræðast einhvern,“

Íslenska liðið slapp við sterka andstæðinga á borð við Þýskaland, Slóveníu og Noreg en leikirnir gegn Bosníu verða ekki auðveldir.

„Strákarnir munu mæta í þessa leiki með brjóstkassana þanda og ég hef fulla trú á þeim. Ísland er með sterkt lið en ég hef trú á því að við munum sigra þetta einvígi,“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×