Rauðvín framtíðarinnar í pappaflöskum Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2014 13:28 Nýju pappamassaflöskurnar frá GreenBottle. Flott flaska frá GreenBottle. Fyrir utan nýtilkominn skrúfutappann á rauðvínsflöskum og rauðvínsbeljurnar ferköntuðu hefur ekkert breyst hvað varðveislu og pökkun rauðvíns í aldir. Megnið af rauðvíni heimsins er áfram sett á glerflöskur og af hverju ekki, það er ekkert að þeirri aðferð. Eða hvað, er kannski hægt að gera miklu betur. Jú svo virðist vera. Hvernig væri til dæmis ef umbúðirnar væri aðeins 20% af þyngd glerflaskanna, væru óbrjótanlegar, umhverfisvænar og héldu hitastigi vínsins betur. Einmitt þetta á við nýjar umbúðir utan um rauðvín vínframleiðandans Truett Hurst frá Kaliforníu. Það er fyrirtækið GreenBottle sem framleiðir þessar umbúðir og þær eru gerðar úr pappamassa úr endurunnum pappír og að innan eru pappaflöskurnar fóðraðar með plastblöðru. Bara það hversu flöskurnar eru léttar sparar heilmikið í flutningi þeirra og víst er að rauðvín heimsins fer víða. Flöskurnar eru þeirrar gerðar að þær einangra miklu betur en flöskugler og því helst hitastig innihaldsins miklu betur. Endurvinnsla þeirra eru svo miklu auðveldari. Margir velja það ef farið er í ferðalag að kaupa talsvert lakara vín á 3 lítra beljum sökum þyngdar glerflaskanna, en hætt er við að það gæti breyst ef þessar nýju umbúðir ryðja sér til rúms. Truett Hurst hefur reiknað það út að bara vegna þess hve nýju umbúðirnar eru léttari en gler spari það fyrirtækinu 232 lítra af eldsneyti á einum flutningabíl fullum að rauðvíni sem ekur milli stranda Bandaríkjanna. Það er umhverfisvænt, sem og umbúðirnar sjálfar. Einn kosturinn enn við þessar umbúðir er að það krefst minni orku að framleiða þær en glerflöskur, eða aðeins þriðjung. Eini ókosturinn við þessar umbúðir er líklega fólginn í því að þeir sem vilja safna víni og geyma það til mjög langs tíma vilja frekar að rauðvínið sé í glerflöskum. En viðskiptavinir Truett Hurst eru ekki þeirrar gerðar. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flott flaska frá GreenBottle. Fyrir utan nýtilkominn skrúfutappann á rauðvínsflöskum og rauðvínsbeljurnar ferköntuðu hefur ekkert breyst hvað varðveislu og pökkun rauðvíns í aldir. Megnið af rauðvíni heimsins er áfram sett á glerflöskur og af hverju ekki, það er ekkert að þeirri aðferð. Eða hvað, er kannski hægt að gera miklu betur. Jú svo virðist vera. Hvernig væri til dæmis ef umbúðirnar væri aðeins 20% af þyngd glerflaskanna, væru óbrjótanlegar, umhverfisvænar og héldu hitastigi vínsins betur. Einmitt þetta á við nýjar umbúðir utan um rauðvín vínframleiðandans Truett Hurst frá Kaliforníu. Það er fyrirtækið GreenBottle sem framleiðir þessar umbúðir og þær eru gerðar úr pappamassa úr endurunnum pappír og að innan eru pappaflöskurnar fóðraðar með plastblöðru. Bara það hversu flöskurnar eru léttar sparar heilmikið í flutningi þeirra og víst er að rauðvín heimsins fer víða. Flöskurnar eru þeirrar gerðar að þær einangra miklu betur en flöskugler og því helst hitastig innihaldsins miklu betur. Endurvinnsla þeirra eru svo miklu auðveldari. Margir velja það ef farið er í ferðalag að kaupa talsvert lakara vín á 3 lítra beljum sökum þyngdar glerflaskanna, en hætt er við að það gæti breyst ef þessar nýju umbúðir ryðja sér til rúms. Truett Hurst hefur reiknað það út að bara vegna þess hve nýju umbúðirnar eru léttari en gler spari það fyrirtækinu 232 lítra af eldsneyti á einum flutningabíl fullum að rauðvíni sem ekur milli stranda Bandaríkjanna. Það er umhverfisvænt, sem og umbúðirnar sjálfar. Einn kosturinn enn við þessar umbúðir er að það krefst minni orku að framleiða þær en glerflöskur, eða aðeins þriðjung. Eini ókosturinn við þessar umbúðir er líklega fólginn í því að þeir sem vilja safna víni og geyma það til mjög langs tíma vilja frekar að rauðvínið sé í glerflöskum. En viðskiptavinir Truett Hurst eru ekki þeirrar gerðar.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira