Handbolti

Strákarnir hans Arons með aðra hönd á danska meistaratitlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. Vísir/Valli
Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Kolding eru í flottum málum eftir fimm marka útisigur á Álaborg, 23-18, í fyrri leik sínum um danska meistaratitilinn í handbolta.

Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Kolding eftir viku en það lið sem hefur betur samanlagt út úr þessum tveimur leikjum verður danskur meistari.

Kolding má því tapa seinni leiknum með fjórum mörkum á heimavelli og verða samt danskur meistari. Það lítur því út fyrir að Aron gerði Kolding að dönskum meisturum næstkomandi föstudag.

Strákarnir hans Arons mættu tilbúnir í leikinn, komust strax í 3-0 en voru síðan 11-10 yfir í hálfleik.

Kolding keyrði síðan yfir Álaborgarliðið í lokin, náði mest sex marka forystu en í lokin munaði fimm mörkum á liðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×