Handbolti

Rut samdi við Randers til tveggja ára

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rut Jónsdóttir í landsleik.
Rut Jónsdóttir í landsleik. Vísir/Valli
Rut Jónsdóttir, hin feikiöfluga örvhenta skytta íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, skiptir um lið í dönsku úrvalsdeildinni í sumar.

Rut yfirgefur nú Team Tvis Holstebro eftir sex ár hjá félaginu en hún er búin að semja við Randers til tveggja ára, að því fram kemur í frétt mbl.is.

„Ég tel að ég hafi gott af því að breyta til eftir að hafa verið í sex ár hjá sama liðinu og með sama þjálfarann,“ segir Rut í samtali við mbl.is.

Rut varð EHF-meistari með Team Tvis á síðasta ári auk þess sem liðið spilaði til úrslita um danska meistaratitilinn.

Randers er enginn smáklúbbur en liðið varð meistari fyrir tveimur árum og leikur þessa dagana í undanúrslitum um danska meistaratitilinn auk þess sem liðið varð EHF-meistari fyrir fjórum árum.

Rut verður 24 ára gömul í sumar en hún er lykilmaður í íslenska landsliðinu þar sem hún á að baki 68 leiki og 143 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×