Handbolti

Guðjón Valur hélt kveðjuræðu

Guðjón Valur
Guðjón Valur Vísir/Getty
Guðjón Valur Sigurðsson, hornamaður íslenska landsliðsins og THW Kiel, þakkaði stuðningsmönnum Kiel fyrir árin tvö eftir öruggan sigur á Füchse Berlin um helgina. Talið er fullvíst að Guðjón Valur komi til með að spila með Barcelona á næsta tímabili.

Guðjón Valur sem gekk til liðs við Kiel frá AG Kaupmannahöfn árið 2012 þakkaði Alfreði Gíslasyni, þjálfara Kiel fyrir að hafa fengið sig til liðs við Kiel árið 2012.

„Alfreð hringdi og spurði mig hvort ég hefði einhvertíman unnið þýsku deildina og hvort það væri ekki kominn tími til að breyta því. Ég get ekki þakkað honum nóg né ykkur aðdáendunum fyrir að leyfa mér að vera í treyju númer níu hjá Kiel,“ sagði Guðjón Valur.

Kiel tryggði sér þýska meistaratitilinn þriðja árið í röð í ótrúlegri lokaumferð. Rhein-Neckar Löwen og Kiel voru jöfn að stigum en Löwen var með töluvert betri markatölu. Kiel vann ótrúlegan 14 marka sigur á Berlínarrefunum í lokaumferð deildarinnar og tryggði sér með því þýska meistaratitilinn.

 




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×