Handbolti

Aron og Guðjón Valur í liði úrslitahelgarinnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru frábærir um helgina en það dugði ekki til sigurs.
Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru frábærir um helgina en það dugði ekki til sigurs. vísir/getty
Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmenn Íslands, voru valdir úrvalslið úrslitahelgar Meistaradeildarinnar í handbolta.

Það ætti í raun ekki að koma neinum á óvart enda voru þeir langbestu leikmenn Kiel sem komst í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Flensburg.

Eftir leikinn var Aron Pálmarsson svo útnefndur besti leikmaður Meistaradeildarinnar.

Aðrir í úrvalsliðinu eru: MattiasAndersson, markvörður Flensburg, MomirIlic, vinstri skytta Veszprém, SiarheiRutenka, skytta Barcelona sem spilaði sem línumaður, og HolgerGlandorf, hægri skytta Flensburg.

Kosning stendur svo yfir á Facebook-síðu Meistaradeildarinnar þar sem stuðningsmenn geta valið besta leikmann helgarinnar. Hægt er að taka þátt í kosningunni hérna.

Þar er Aron Pálmarsson í þriðja sæti með 16 prósent atkvæða á eftir þeim Momir Ilic (52 prósent) og Matthias Andersson (21 prósent).

Hér má sjá myndband þar sem farið er yfir úrvalsliðið.


Tengdar fréttir

Magnaður sigur Flensburg í Meistaradeildinni

Enn og aftur varð Guðjón Valur Sigurðsson af Evrópumeistaratitlinum en Flensburg vann í dag Meistaradeild Evrópu eftir sigur á Kiel í úrslitaleik, 30-28.

Þrettán íslensk mörk og Kiel í úrslit

Kiel er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta í þriðja sinn á fimm árum eftir 29-26 sigur á ungversku meisturunum í Veszprém í dag.

Aron bestur í Meistaradeild Evrópu

Aron Pálmarsson var í dag valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í Meistaradeild Evrópu en það var kunngjört eftir úrslitaleikinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×